top of page

Háskólafélag

Suðurlands


Háskólafélag Suðurlands er eitt af stofnfélögum Kötluseturs, en félagið er einkahlutafélag í eigu sveitarfélaganna á Suðurland.


Tilgangur félagsins er að auka búsetugæði og styrkja efnahag á Suðurlandi með uppbyggingu þekkingarsamfélags.


Vinna hefur þegar hafist í uppbyggingu rannsóknaklasa þar sem að koma helstu menntastofnanir á háskólastigi á Suðurlandi ásamt fjölda fyrirtækja og stofnanna. Þá hefur einnig hafist vinna við fyrsta átaksverkefni háskólafélagsins á þeim hluta Suðurlands þar sem háskólastarfsemi er með hvað minnstu móti eða á svæðinu frá Skógum til Kirkjubæjarklausturs.


Háskólafélags Suðurlands vill vera þátttakandi í umfjöllun og þróun iðnaðarráðuneytis á þekkingarsetrum á landsbyggðinni enda væri þekkingarsetur á Suðurlandi tvímælalaust liður í byggðaþróun svæðisins og mun skipta sköpum fyrir samfélagið í heild. Samlegðaráhrif háskólastarfsemi, rannsókna og þróunar, frumkvöðlastuðnings og starfsemi sprotafyrirtækja í þekkingarsetrum eru ótvíræð og nú þegar hefur Háskólafélagið tekið þátt í að byggja upp slíkan klasa.
Háskólafélag Suðurlands, getur verið hornsteinn að þekkingarsetri Suðurlands.
 

Stjórn Háskólafélags Suðurlands skipa eftirfarandi:
Steingerður Hreinsdóttir formaður
Örlygur Karlsson varaformaður
Helga Þorbergsdóttir ritari stjórnar
Sveinn Aðalsteinsson stjórnarmaður
Elín Björg Jónsdóttir stjórnarmaður
Rögnvaldur Ólafsson stjórnarmaður
Ágúst Sigurðsson stjórnarmaður

Ofangreindar upplýsingar voru fengnar af vefsíðu Háskólafélags Suðurlands.

Menningarfélag
um Brydebúð

 

Menningarfélagið er eitt af stofnfélögum Kötluseturs. Í annál Mýrdalshrepps í 8. árgangi Dynskóga segir meðal annars:


1996 keypti Mýrdalshreppur Víkurbraut 28, betur þekkt sem Brydebúð, af
Búnaðarbanka Íslands sem hafði eignast húsið við nauðungarsölu. Sveitarstjórn gaf þá nýstofnuðu félagi húsið, sem hafði það að markmiði að endurbyggja húsið í sem næst upprunalegri mynd. Endurbygging hússins hefur gengið vel með fjárstuðningi einstaklinga, fyrirtækja og opinberra aðila. Í byrjun júní 2000 setti listakonan Æja, Þórey Bergljót Magnúsdóttir, upp myndlistarsýningu í vestursal Brydebúðar. Þann 15.
júlí 2000 var síðan opnuð sýningin Mýrdalur – maður og náttúra í sama sal.
Sýningunni er ætlað að varpa ljósi á hið stórfenglega náttúrufar Mýrdalsins með Kötlu í miðpunkti og inn í eru fléttuð brot úr sögu Mýrdælinga. Þessari sýningu er ætlað að vera í húsinu í nánustu framtíð en vonir standa til að unnt verði að þróa hana á næstu árum. Í austursalnum var í byrjun júní 2000 opnað kaffihús er hlaut nafnið Halldórskaffi í virðingarskyni við Halldór Jónsson athafnamann í Suður-Vík.
Menningarfélag um Brydebúð er opið áhugamannafélag (með um 70 félagsmenn) sem var stofnað árið 1996 í þeim tilgangi að endurbyggja verslunarhúsið Brydebúð sem að stofni til er frá árinu 1831 og koma þar upp starfsemi. Endurbyggingu er að miklu leyti lokið en ekki hefur tekist að koma upp fastri starfsemi sem opin er allt árið. Yfir sumarið eru þar þó veitingastarfsemi, upplýsingamiðstöð og sýningar.
Í samþykktum Menningarfélags um Brydebúð er tilgangur þess sagður að eignast húsið og endurbyggja það „í gamalli mynd og varðveita það þannig, ásamt því að reka þar starfsemi er
tengist menningu og sögu héraðsins.“ Félagið endurbyggði húsið meðal annars með styrkjum frá Húsafriðunarnefnd og fjárlaganefnd Alþingis. Settar hafa verið upp þrjár fastar sýningar
og hluti hússins er leigður út til að standa undir rekstrarkostaði.


Formaður félagsins fyrstu 10 árin var Sveinn Pálsson, fyrrverandi sveitarstjóri Mýrdalshrepps.


Núverandi stjórn skipa:
Guðrún Sigurðardóttir formaður
Kolbrún Matthíasdóttir
Æsa Gísladóttir
Kolbrún Ósk Guðjónsdóttir
Þorgerður Hlín Gísladóttir


Menningarfélag um Brydebúð er áhugamannafélag og ekki kemur á óvart að heldur hefur dregið úr eldmóði og áhuga sem einkenndi félagið meðan á uppbyggingu Brydebúðar stóð.
Árið 2002 voru viðraðar hugmyndir um útvíkkun starfseminnar með stofnun sjálfseignarstofnunar í þeim tilgangi að koma upp starfsemi á ársgrundvelli. Ýmsar aðrar hugmyndir hafa verið til umræðu í félaginu meðal annars um menningarstofnun, strandsögusafn o.fl. verkefni. Á heimasíðu Brydebúðar segir að meginstefna Brydebúðar sé að gera sögu og
menningu héraðsins sýnilega með ýmsu sýningarhaldi sem sé liður í uppbyggingu á menningarferðaþjónustu í Mýrdal.

Ofangreindar upplýsingar eru fengnar úr skýrslu um Kötlusetur unna af R3-ráðgjöf 2010.

Mýrdalshreppur


Mýrdalshreppur er einn af stofnaðilum Kötluseturs.
 

bottom of page