top of page
Sigrún Jónsdóttir..tif

Sigrún Jónsdóttir – kirkjulistakona

Sigrún Jónsdóttir fæddist í Vík í Mýrdal 19.ágúst 1921 og lést í nóvember 2021, áttræð að aldri. Hún er þekktust fyrir kirkjulist sína í textíl, einkum batikverk. Sigrún bjó lengi í Svíþjóð en hugur hennar leitaði oft heim til Íslands og Víkur. Hún átti æskuminningar frá komum Skaftfellings til Víkur og var það henni að þakka að Skaftfellingur fékk sinn hinsta varðveislu- og dvalarstað að Víkurbraut 17 í Vík. Þá hafði skipið staðið í Vestmannaeyjum um áratugabil. Sigrún kallaði Skaftfelling gælunöfnunum Heillaskipið, Vorboðinn og jafnvel Elskhuginn enda bar hún mikinn hlýhug til hans.

Kötlusetur hefur nokkur verk Sigrúnar í sinni varðveislu og eru sum þeirra til sýnis á Sigrúnarstofu, fundarloftinu í Brydebúð. Það er draumur margra Mýrdælinga að setja upp sýningarrými tileinkað lífi og list Sigrúnar og vonandi má finna þeim pláss í húsakynnum Kötluseturs þegar Halldórsbúð hefur verið gerð upp að fullu.

Lifandi list Sigrúnar

Í tilefni þess að 100 ár eru frá fæðingu Sigrúnar mun Kötlusetur bjóða öllum að setja sitt mark og túlkun á list hennar með litabók sem inniheldur nokkur verk Sigrúnar. Þær myndir sem koma til okkar aftur taka þátt í listasýningu í netheimum í desember 2021 (hægt er að koma með myndina í Kötlusetur eða taka mynd af listaverkinu og senda okkur á Facebook eða í gegnum tölvupóst: kotlusetur@vik.is).  Ýtið á myndina af litabókinni til að hlaða henni niður! 

 

1.png
bottom of page