top of page

Samþykktir (skipulagsskrá) Kötluseturs ses.

1.gr.
Nafn og heimili
Stofnunin heitir Kötlusetur ses og er sjálfseignarstofnun sem starfar samkvæmt lögum nr. 33/1999. Heimili og varnarþing er að Víkurbraut 28, Vík í Mýrdal.


2. gr.
Tilgangur og markmið
Tilgangur stofnunarinnar er að byggja upp og reka atvinnustarfsemi á sviði náttúruvísinda, land- og ferðamálafræða og menningarmála í Vík. Þá er markmið félagsins að vinna að rannsóknum á ofangreindum sviðum og gera afrakstur aðgengilegan almenningi.


3.gr.
Stofnendur og stofnfé
Stofnendur eru Menningarfélag um Brydebúð, Mýrdalshreppur og Háskólafélag Suðurlands.
Heildarstofnfé stofnunarinnar er 66 milljónir króna og er heimilt að hluti þess sé greiddur í öðru en reiðufé:
Menningarfélag um Brydebúð kt. 601196-2049: Húseignin Víkurbraut 28, Brydebúð, með öllum
innanstokksmunum sem tilheyrt hafa menningarfélaginu, fasteignamat 01.01.2010 kr. 21.200.000,
brunabótamat 88.950.000, markaðsverð 01.11.2010 skv. mati löggilts fasteignasala kr. 57.500.000.
Mýrdalshreppur kt. 461283-0399: húseignirnar Víkurbraut 17 og 21, fasteignamat Víkurbrautar 17
01.01.2010 kr. 5.825.000, brunabótamat kr. 20.300.000, markaðsverð 01.11.2010 kr. 7.500.000.
Húseignin Víkurbraut 21 er í mjög lélegu ástandi og er ekki metin til fjár í þessu sambandi.
Háskólafélag Suðurlands kt. 650108-0350: kr. 1.000.000.
Aðilar að Kötlusetri geta orðið stofnanir, félög og fyrirtæki sem í rekstri sínum fást við rannsóknir, fræðslu, þróun eða annað þekkingarstarf og tveir þriðju hluti stofnenda samþykkir.
Stofnunin ber ábyrgð á skuldbindingum sínum með öllum eignum sínum og öðrum þeim eignum er hún kann að eignast síðar.
Engin sérréttindi í stofnuninni tilheyra stofnendum hennar.


4.gr.
Stjórn stofnunarinnar
Stjórn sjálfseignarstofnunarinnar skal skipuð fimm mönnum og varamönnum þeirra. Skulu þeir tilnefndir til fjögurra ára í senn. Stjórnin skal tilnefnd af eftirtöldum aðilum; Menningarfélag um Brydebúð tilnefnir tvo fulltrúa, Háskólafélag Suðurlands einn og Mýrdalshreppur tvo. Varamenn skulu tilnefndir og skipaðir fyrir hvern stjórnarmann.
Stjórnin skiptir með sér verkum, en kosnir skulu a.m.k. formaður, ritari, sem jafnramt skal vera
varaformaður, og gjaldkeri.
Hlutverk stjórnar er að vinna að markmiðum sjálfseignarstofnunarinnar og sjá um að rekstur hennar sé í samræmi við markmið og tilgang.
Stjórninni er heimilt að ráða sjálfseignarstofnuninni framkvæmdastjóra og veita honum prókúruumboð.
Stjórnarfundir eru lögmætir ef meirihluti stjórnar sækir fund. Halda skal fundargerðarbók um það sem gerist á stjórnarfundum. Undirskriftir meirihluta stjórnar skuldbinda stofnunina. Stjórn stofnunarinnar getur veitt prókúruumboð fyrir stonfunina.
Stjórnin skal láta gera skýrslu árlega í mars um verkefni og störf á síðasta almanaksári svo og um fyrirhuguð verkefni. Skýrslu þessa skal afhenda þem sem rétt eiga til að tilnefna stjórnarmenn, svo og öðrum þeim sem stjórnin telur eðlileegt að hafi aðgang að skýrslunni. Stjórninni er heimilt að skuldbinda stofnunina fjárhagslega og taka lán fyrir hennar hönd. Eigi má þó veðsetja fasteignir nema til komi samþykki 4/5 hluta stjórnar.
Samþykktir (skipulagsskrá) Kötluseturs ses.


5. gr.
Reikninar og endurskoðun
Reikningsár sjálfseignarstofnunarinnar er almanaksárið. Stjórnin ræður löggiltan endurskoðanda til að endurskoða ársreikninga og skal þeirri endurskoðun lokið í apríl ár hvert fyrir síðasta starfsár. Senda skal ársreikninginn áritaðan og samþykktan af stjórn og endurskoðanda til tilnefningaraðila stjórnarmanna svo og til Ársreikningasrkár sbr. 31. gr. laga nr. 33/1999. Auk ársreiknings skal senda þessum aðilum skýrslu um hvernig fé stofnunarinnar hefur verið ráðstafað á næstliðnu ári.


6. gr.
Tekjur og afkoma stofnunarinnar
Tekjur sjálfseignarstofnunarinnar eru vegna starfsemi sem rekin verður í fasteignum stofnunarinnar, svo og framlög frá ríki eða stofnunum þess, sveitarfélögum, félagasamtökum og einstaklingum.
Hagnaði sem verður af starfsemi stofnunarinnar skal valið til þeirra verkefna er greinir í 2. gr. samþykkta þessara. Þó er stjórn hennar heimilt að leggja sanngjarna fjárhæð til hliðar til að tryggja fjárhagsstöðu og áframhaldandi rekstur stofnunarinnar. Hugsanlegt tap af starfsemi stofnunarinnar verður greitt úr sjóðum félagsins eða fært á næsta reikningsár.


7. gr.
Breytingar samþykkta
Skipulagsskrá þessari verður því aðeins breytt að allir þeir, sem tilnefna menn í stjórn, séu sammála um breytinguna.


8. gr.
Slit
Sjálfseignarstofnun þessi verður ekki lögð niður nema með samþykki allra tilnefningaraðila. Verði svo skal eigum hennar ráðstafað af tilnefningaraðilum, sbr. 4. gr. og skal miðað við að verðmætum stofnunarinnar verði ráðstafað til eflingar atvinnu- og menningarlífi í Mýrdal.
Menningarfélag um Brydebúð gerir að skilyrði fyrir þátttöku sinni að húseignin Brydebúð, Víkurbraut 28, verði ekki veðsett. Verði sjálfseignarstofnuninni Kötlusetri slitið skal Brydebúð renna á ný til Menningarfélags um Brydebúð.


9. gr.
Önnur ákvæði
Þar sem ákvæði samþykkta þessara ná ekki til um hvernig með skuli farið, skal hlíta ákvæðum laga um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur nr. 33/1999, svo og öðrum lagaákvæðum er við geta átt.
Samþykkt á stofnfundi Kötluseturs ses. í Vík í Mýrdal 19. nóvember 2010 auk minni háttar breytinga á stjórnarfundi 2. mars 2011 í ljósi ábendinga Ársreikningaskrár Ríkisskattsstjóra og leiðréttingu á heimilisfangi einnar húseignarinnar í júlí 2012.

 

Undirskriftir stjórnarmanna Kötluseturs ses.:

Ásgeir Magnússon stjórnarformaður

Elísabet Ásta Magnúsdóttir                                                                            Þórir Kjartansson

Æsa Gísladóttir                                                                                              Sigurður Sigursveinsson

bottom of page