top of page
  • Vala Hauksdóttir

Jarð-VÆTTI?

Hvað er jarðvætti?

Svæði sem hafa áhugaverða jarðfræði og tengingu við menningu og sögu svæðisins. Þetta orð er oftast notað til að lýsa slíkum stöðum í hnattrænum UNESCO jarðvöngum.Hvað eru hnattrænir UNESCO jarðvangar?

Hnattrænir UNESCO jarðvangar eru alþjóðlega mikilvæg jarðfræðileg svæði. Jarðminjar og tengsl þeirra við náttúru- og menningarminjar eru nýttar til að auka skilning almennings á mikilvægi sjálfbærrar þróunar. Í jarðvöngum er stuðlað að sjálfbærri ferðamennsku í sátt við íbúa, náttúru og menningu.


Af hverju heitir þetta jarðvætti?

Mörgum þykir þetta skrýtið orð, en það er íslenskun á enska orðinu Geo-site, eða Jarðfræði-staður.


Hvernig nota ég þetta orð?

Jarðvætti er nafnorð í hvorugkyni og fallbeygist svona:

Eintala: Hér er jarðvætti um jarðvætti frá jarðvætti til jarðvættis. Eintala m.gr.: Hér er jarðvættið um jarðvættið frá jarðvættinu til jarðvættisins. Fleirtala: Hér eru jarðvætti um jarðvætti frá jarðvættum til jarðvætta. Fleiratla m.gr.: Hér eru jarðvættin um jarðvættin frá jarðvættunum til jarðvættanna.


Hvað eru mörg jarðvætti í Mýrdalshreppi?

Í Kötlu jarðvangi hafa verið skilgreind 81 jarðvætti og þar af eru tíu þeirra staðsett í Mýrdalshreppi. Hvert jarðvætti getur þó átt við um svæði sem nær yfir fleira en eitt örnefni. Þannig er Katla, Mýrdalsjökkull og Mýrdalssandur til dæmis skilgreint sem eitt jarðvætti.Hvaða jarðvætti eru í Mýrdalshreppi?

1. Dyrhólaey

2. Dyrhólaós, Loftsalahellir

3. Eyjarhóll, Pétursey

4. Hjörleifshöfði

5. Katla, Mýrdalsjökull, Mýrdalssandur

6. Höfðabrekkuheiði, Þakgil

7. Hafursey

8. Reynisfjall, Reynisdrangar, Reynisfjara

9. Sólheimajökull, Sólheimaheiði


Þá vitum við allt um þetta orð. Hvað næst?

Á næstu vikum munum við fjalla um hvert jarðvætti í Mýrdalshreppi. Ætlunin er að vefa saman jarðfræði og sögu og segja þannig frá samspili manns og náttúru í okkar heimabyggð. Fylgist með!


140 views0 comments

Recent Posts

See All

Commentaires


bottom of page