Sýning Kötlu Jarðvangs

Á Regnbogahátíð 2017 var opnuð Katla Unesco Global Geopark yfirlitssýning yfir helstu jarðvætti svæðisins(Jarðminjar). Katla Jarðvangur var stofnaður árið 2010.

Frítt er inn á sýninguna og hægt að bóka leiðsögn gegn vægu gjaldi. 

 

 

 

Við hafnlausa strönd - Skaftfellingur VE33

Vorið 2017 var opnuð sýning um eikarbátinn Skaftfelling að Víkurbraut 17 (Skaftfellingskemman) sem er beint á móti Upplýsingamiðstöðinni í Vík (Kötlusetur-Víkurbraut 28).  Ásamt þessu merka 300 tonna skipi og minjum, er hægt að sjá 20 mín myndband um samgöngur á sjó og eldri sýningu um 112 skipaströnd sem urður á Suðurströndinni.  

Skaftfellingur er skip með mikla sögu. Hann var farþega- og flutningaskip sem þjónaði Skaftafellingum og Vestmanneyingum um fjögurra áratuga skeið eða til ársins 1959. Skaftfellingur flutti fisk frá Vestmanneyjum og Fleetwood í Bretlandi öll stríðsárin og bjargaði þýskum kafbáti 1942. Sigrún Jónsdóttir kirkjulistakona falaði skipið af fjölskyldu Helga Benediktssonar og lét flytja það til Víkur árið 2001.

Verið er að skipuleggja 100 ára afmæli sem verður haldið 18.maí n.k

Aðgangseyrir sem fer fyrst og fremst í að halda áfram uppbyggingu safnsins er eftirfarandi:

Fullorðnir: 500 ISK

Ungmenni(12-16 ára): 200 ISK

Börn (undir 12): FRÍTT

Hópar(8+ fólk)= 25% afsláttur

Hægt að fá leiðsögn en þá bætist við 500.kr á mann.

Hafa samband

+3544871395

E-mail: info@vik.is

www.facebook.com/skaftfellingurmuseum

Opið daglega frá 12:00-18:00

 

Sigrún Jónsdóttir

- kirkjulistakona

18.maí 2018 munum við opna nýja sýningu til heiðurs Sigrúnu. En hún er ástæða þess að Skaftfellingur er í okkar höndum í dag. Heillaskipið, elskuhuginn og Vorboðinn voru allt nöfn sem Sigrún notaði um Skaftfelling.

Árið 2005 var á efri hæð í Brydebúð opnuð sýning um Sigrúnu. Sýndir voru hennar helstu munir og fékk Kötlusetur marga muni til varðveislu.

 

 

 

© 2018 Kötlusetur

P1010136