top of page
  • Vala Hauksdóttir

Hvort má bjóða þér sjávarrétti eða stjörnustríð?

Það er alltaf forvitnilegt að skoða gamla ferðabæklinga. Hvernig mynd var dregin upp af áfangastaðnum á árum áður? Hvað er enn til staðar og hvað hefur horfið eða fallið í gleymsku? Fyrir tuttugu árum fór fólk í Hálsanefshelli á sjávarréttahlaðborð en í dag flykkist fólk í hellinn Gígjagjá þar sem hellismunninn minnir óneitanlega á Star-Wars persónuna Yoda.

Við skyggnumst hér í kynningarbækling frá árinu 2001 sem ber yfirskriftina Mýrdalur, grösugur og hlýr.



Fyrir tuttugu árum fór fólk í Hálsanefshelli á sjávarréttahlaðborð en í dag flykkist fólk í hellinn Gígjagjá þar sem hellismunninn minnir óneitanlega á Star-Wars persónuna Yoda.


Svo má bera aðal áfangastaðina sem dregnir eru upp á þessum bæklingi saman við þá staði sem í dag tróna á toppi trip-advisor. Helsta breytingin er að Heiðarvatn er ekki lengur áfangastaður ferðamanna og flugvélarflakið á Sólheimasandi hefur bæst inn sem eitt aðal aðdráttarafl svæðisins.


Ferðaþjónsutubæklingur árið 2001:

1) Vík í Mýrdal

2) Reynisdrangar

3) Dyrhólaey

4) Heiðarvatn

5) Mýrdalsjökull


Top attractions in Vík, Tripadvisor 2021:

1) Reynisfjara (raunar í 1. og 2.sæti)

2) Sólheimajökull

3) Dyrhólaey

4) Mýrdalsjökull

5) Flugvélarflakið á Sólheimasandi



Það er gaman að sjá að hótelin sem auglýst eru í bæklingnum eru öll enn á sínum stað, þó reksturinn sé með breyttu sniði og mörg fleiri hafi bæst við.



Hvernig verður Mýrdalur auglýstur árið 2041? Við ætlum að veðja á tvennt:


1) Reynisdrangar og Lundarnir verða áfram aðalsmerki áfangastaðarins


2) Mýrdalurinn verður ennþá grösugur og hlýr.








55 views0 comments

Recent Posts

See All

Hjörleifshöfðahlaup Kötlu jarðvangs og Kötluseturs, í samvinnu við Ungmennafélagið Kötlu, var haldið á laugardaginn síðastliðinn og er hlaupið árlegur hluti af jarðvangsviku Kötlu jarðvangs. Mjög góð

bottom of page