top of page
  • Vala Hauksdóttir

Breytingar hjá Kötlusetri!

Nú í ágúst verða starfsmannabreytingar hjá okkur í Kötlusetri. Vala Hauksdóttir lætur af störfum sem forstöðumaður og við tekur Harpa Elín Haraldsdóttir. Við viljum þakka Völu kærlega fyrir frábært samstarf, hennar góðu verk í þágu setursins og samfélagsins okkar og óskum henni alls hins besta í nýjum ævintýrum.


Harpa Elín tekur við stöðu forstöðumanns með tilhlökkun

Við bjóðum líka Hörpu Elínu velkomna til starfa. Harpa er vel kunnug Mýrdalnum, en hún ólst hér upp og er að koma aftur heim til Íslands eftir 17 ára búsetu erlendis. Hún er með BA gráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands, mastersgráðu í alþjóðatengslum frá Institut Barcelona Estudis Internacionals, diplómapróf í verkefnastjórn og fyrirtækjarekstri og leiðsögumannapróf frá Leiðsöguskólanum. Erlendis hefur Harpa tekist á við ýmis verkefni; hún var meðal annars verkefnastjóri hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands í Níkaragva, framkvæmdastjóri GeoThermHydro í Chile og nú síðast verkefna- og mannauðsstjóri hjá Nisum Chile.



Við hlökkum til að starfa með Hörpu að spennandi verkefnum framundan.


Stjórn Kötluseturs

Vala þakkar fyrir síðustu ár og óskar Hörpu góðs gengis í nýju starfi





669 views0 comments

Recent Posts

See All

Hjörleifshöfðahlaup Kötlu jarðvangs og Kötluseturs, í samvinnu við Ungmennafélagið Kötlu, var haldið á laugardaginn síðastliðinn og er hlaupið árlegur hluti af jarðvangsviku Kötlu jarðvangs. Mjög góð

bottom of page