Bókaðu fundaraðstöðu

Mögulegt er að bóka fundaraðstöðu í Kötlusetri, við erum annars vegar með lítið herbergi sem tekur um átta manns manns og hins vegar stærra rými sem tekur um 20-30 manns.
Í stærra rýminu er mögulegt að raða upp í bíóröð og kennslustofu eða stórt fundarborð Rýmið tekur milli 20-30 manns. 


Sérinngangur er baka til, en einnig er hægt að ganga í gegnum Upplýsingamiðstöðina að framan.
Á staðnum er fjarfundabúnaður, skjávarpi og tafla. Leiga á fundaraðstöðu er 1000 kr./klst og er innifalið kaffi, vatn og internettenging.

OPNUNARTÍMI

Gestastofa og sýningar opna aftur 1.júní.

 

Við erum á skrifstofunni. Hafið samband!

© 2018 Kötlusetur

P1010186