Starfsfólkið okkar
Vala Hauksdóttir
Forstöðumaður
Ráðgjafi hjá SASS
Samstarfsaðili Kötlu Jarðvangs
FORSTÖÐUMAÐUR
Ábyrgð- og stjórnun.
-
Forstöðumaður Kötluseturs sér um daglegan rekstur setursins.
-
Forstöðumaður ber ábyrgð á fjárreiðum Kötluseturs og fasteignum.
-
Forstöðumaður Kötluseturs gerir leigusamninga við þá sem nýta aðstöðu í húsakynnum setursins og sér um að reglum um umgengni sé fylgt.
-
Forstöðumaður Kötluseturs gætir fyllsta trúnaðar um þau einkamál og sérmál fyrirtækja sem hann kann að fá vitneskju um í starfi.
Helstu verkefni.
-
Forstöðumaður vinnur að stefnumótun fyrir Kötlusetur í samvinnu við stjórn.
-
Forstöðumaður Kötluseturs hefur yfirumsjón með upplýsingamiðstöð ferðamála í Mýrdalshreppi og sér til þess að svarað sé öllum fyrirspurnum um þjónustu og aðstöðu á svæðinu frá einstaklingum, fyrirtækjum, ferðaskrifstofum o.fl.
-
Forstöðumaur Kötluseturs vinnur að eflingu samstarf ferðaþjónustuaðila í sveitarfélaginu, og því að fá ferðaþjónustuaðila til samstarfs um rekstur setursins.
-
Forstöðumaður Kötluseturs vinnur að eflingu tengsla milli Kötluseturs og Kötlu- Jarðvangs.
-
Forstöðumaður Kötluseturs sér í samstarfi við stjórn um að sækja um styrki til rekstarins til opinberra aðila og einnig annarra aðila sem styrkja menningartengda starfsemi og nýsköpun á sviði menningar- og ferðamála.
-
Forstöðumaur Kötluseturs vinnur með sérstökum verkefnum eins og Regnbogahátíðinni o.fl. og að eflingu menningarstarfsemi í Mýrdalshreppi.
-
Forstöðumaður vinnur að og skipuleggur ýmiskonar sýningarhald í bæði á vegum Kötluseturs og annarra sem nýta vilja húsakynni setursins í þeim tilgangi.
-
Forstöðumaður Kötluseturs vinnur að kynningu á svæðinu og þeirri starfsemi sem hér er, og tekur á móti gestum sem kunna að vilja kynna sér aðstæður á svæðinu.
-
Forstöðumaður Kötluseturs vinnur að eflingu samstarfs bæði við menntastofnarnir og aðrar opinberar stofnanir á sviði menningar og náttúruvísinda.
-
Forstöðumaður Kötluseturs skilar árlega til stjórnar skýrslu um störf sín.
-
Forstöðumaður Kötlurseturs er verkefnastjóri VisitVík ferðaþjónustuklasans.
Annað
-
Forstöðumaður Kötluseturs annast að öðru leyti þau verkefni sem stjórn kann að fela honum enda tengist þau verksviði hans og rúmist innan vinnutímaramma.
-
Forstöðumaður hefur starfsaðstöðu í Brydebúð.
Úr erindisbréfi.