VisitVík

Verkefnið hófst árið 2011 með styrk úr Vaxtarsamningi Suðurlands. Vinnu heiti umsóknarinnar var “Mýrdalur í sókn” en í daglegu tali er ávallt talað um VisitVík verkefnið

Markmið verkefnisins er að koma Mýrdalshreppi á kortið sem einum af merkilegasta og eftirsóknarverðasta áfangastað landsins. Það er mikilvægt í svo smáu samfélagi að efla samstarf þjónustuaðila á svæðinu og skerpa á sérkennum. Mýrdalshreppur hefur uppá margt að bjóða en eins og staðar er í dag er erfitt að fá fólk til að koma og staldra við á svæðinu lengur en í eina nótt. Eitt af því sem verkefnið á að leiða af sér eru hugmyndir og framkvæmdaleiðir að sterkari ferðamennsku. Verkefnið myndi felur í sér sérfræðivinnu ásamst aðgerðarplani til þess að koma Mýrdalnum betur á kortið. Verkefnastjóri hefur verið ráðinn til að vinna með ferðaþjónustuaðilum að eflingu samvinun, gera/láta vinna heimasíðu/lógo og markaðsplan sem gerir sveitarfélagið vel sýnilegt út á við ásamt fleiri verkefnum.

Staðan í dag:

Komin er heimasíða fyrir verkefnið – sameiginleg heimasíða fyrir ferðaþjónustuaðila í Mýrdal : www.visitvik.is

Gefinn er út bæklingurinn VisitVík á hverju ári

37 þjónustu fyrirtæki í Mýrdal eru þátttakendur

Þátttakendur í verkefninu sjá um fjármögnun.

Ef áhugi er á frekari upplýsingum ekki hika við að hafa samband.