Gott strand eða vont..?

SÝNINGIN HEFUR VERIÐ TEKIN NIÐUR

Sýningin gott strad eða vont..? var sett upp árið 2005 af Birni G. Björnssyni og Menningarfélagi um Brydebúð.

Sýningin segir frá 112 skipsströndum á 80 ára tímabili (1898 – 1982). Þessi skipsströnd áttu sér öll stað meðfram strandlengju Vestur-Skaftafellssýslu. Vitað er um nokkur til viðbótar þess 112 sem hafa sokkið fyrir utan strandlengjuna. Strandlengjan meðfram Vestur-Skaftafellssýslu hefur verið kölluð skipakirkjugarður Evrópu enda án efa hundruð skipa grafin í sandinn. Margar sögur eru til af hetjulegum björgunarafrekum sem báru árangur. Sýningin er mjög merkileg og áhrifarík. Ég hvet alla sem leið eiga um svæðið að kynna sér hana og sögu skipsstranda í Vestur-Skaftafellssýslu.

Ef það eru einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband.