Kæri lesandi, mér er ánægja að segja þér frá því að héðan í frá og fram á sumar munu koma hér inn vikulegir pistlar um sitthvað skemmtilegt sem er á döfinn eða er að gerast hverju sinni í Kötlusetri.

Mig langar að segja ykkur frá því að laugardaginn 29. mars n.k. verður haldið málþing um Skaftfelling í Leikskálum í Vík og hvet ég alla sem áhuga hafa að koma og fræðast um Skaftfelling og framtíðarhorfur þessa stórmerkilega báts okkar. Á málþinginu verður einnig endurvakið Áhugamannafélag um Skaftfelling en það hefur verið í dvala í um 14 ár.

Ég hef þetta ekki lengra í bili en birti hér nýjan pistil á föstudag!

Kveðja,

Eiríkur Vilhelm Sigurðarson
Forstöðumaður Kötluseturs
[email protected]
S: 8521395