Háskólafélag Suðurlands

Eftirfarandi upplýsingar voru fengnar af vefsíðu Háskólafélags Suðurlands.

Háskólafélag Suðurlands er einkahlutafélag í eigu sveitarfélaganna á Suðurland.

Tilgangur félagsins er að auka búsetugæði og styrkja efnahag á Suðurlandi með uppbyggingu þekkingarsamfélags.

Vinna hefur þegar hafist í uppbyggingu rannsóknaklasa þar sem að koma helstu menntastofnanir á háskólastigi á Suðurlandi ásamt fjölda fyrirtækja og stofnanna. Þá hefur einnig hafist vinna við fyrsta átaksverkefni háskólafélagsins á þeim hluta Suðurlands þar sem háskólastarfsemi er með hvað minnstu móti eða á svæðinu frá Skógum til Kirkjubæjarklausturs.

Háskólafélags Suðurlands vill vera þátttakandi í umfjöllun og þróun iðnaðarráðuneytis á þekkingarsetrum á landsbyggðinni enda væri þekkingarsetur á Suðurlandi tvímælalaust liður í byggðaþróun svæðisins og mun skipta sköpum fyrir samfélagið í heild. Samlegðaráhrif háskólastarfsemi, rannsókna og þróunar, frumkvöðlastuðnings og starfsemi sprotafyrirtækja í þekkingarsetrum eru ótvíræð og nú þegar hefur Háskólafélagið tekið þátt í að byggja upp slíkan klasa.

Háskólafélag Suðurlands, getur verið hornsteinn að þekkingarsetri Suðurlands.
Stjórn Háskólafélags Suðurlands skipa eftirfarandi:
Steingerður Hreinsdóttir formaður stjórnar HfSu .
Örlygur Karlsson varaformaður stjórnar HfSu.
Helga Þorbergsdóttir ritari stjórnar HfSu.
Sveinn Aðalsteinsson stjórnarmaður HfSu.
Elín Björg Jónsdóttir stjórnarmaður HfSu.
Rögnvaldur Ólafsson stjórnarmaður HfSu
Ágúst Sigurðsson stjórnarmaður HfSu